Tilkynningar

Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu 13. og 14. nóvember 2023

13.11.2023

Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Hörpu í morgun. Þetta er í sjötta sinn sem þingið er haldið á Íslandi og yfirskriftin í ár er „Together for Leadership“ eða „Saman til forystu“. Í þeim anda var á sviðinu samtal fjögurra íslenskra þingkvenna, úr stjórn og stjórnarandstöðu.

Yfir 500 kvenleiðtogar frá 80 löndum taka þátt í þinginu og þar af eru um 200 erlendar þingkonur.

Vefur Heimsþings kvenleiðtoga

Beint streymi

XIMG_0088

Samtal fjögurra íslenskra þingkvenna, úr stjórn og stjórnarandstöðu, á sviðinu í Silfurbergi Hörpu: Katrín Jakobsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.


XIMG_0037Við setningu Heimsþings kvenleiðtoga 2023: Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga, og Silvana Koch-Mehrin, forseti Women Political Leaders (WPL).